Monday 1 December 2008

Jólaís...

Já vilduð þið ekki jólaísinn líka...

100 gr. sykur ( ég og Sella ákváðum að gera 50 gr sykur 50 gr púðursykur)
4 eggjarauður
1 egg
1 tsk vanillusykur
5 dl rjómi.
2 stór dæm.

Sykur, egg og vanillusykur hrærð vel saman... allt á blússandi ferð, þangað til að þetta verður rosa þykkt.
Þeyti svo rjóma í sér skál. Blanda þessu svo létt saman og passa að gera varlega. Svo set ég bara mulið dæmið varlega út í...

.. og passa svo að finna einhvern sem er til í að sleikja skálina í lokin.. því það borgar sig ekki að láta neitt fara til spillis.

Kjúklingasalatið góða...

Nei sko mín bara komin með aðgang...

Út af mikilli eftirspurn kemur hér kjúlla salatið góða..

Kjúklingasalat – einfalt og gott(fyrir 5-6)
6 litlar kjúklingabringur
Hunts barbequesósa
Krydd, hvítlaukssalt eða annað gott krydd ( nota yfirleitt, papríku krydd og season all og skelli svo 1 rifi af hvítlauk út í).

Salat:
Ca 1/2 salathaus
2 avocado (sleppi oft)
½ gúrka
1 box kirsuberjatómatar
1 box jarðarber (nota oft bara vínber í staðinn)
Fetaostur – tæpl. ein krukka
½ rauðlaukur – skorinn frekar smátt
50 g furuhnetur - ristaðar
Tortillas flögur (plain bragð) eða Dorritos, ca 1/3 úr poka

Sósa:
Olía – gott að nota olíuna af fetaostinum
Balsamic edik ( bara svona smá dass... rúmlega 1 tappi)
Sinnep – sterkt (svona smá spraut, 1/2 matsk)
Hlyn síróp- bara smá skvettu
2 hvítlauksrif – marin ( ég set þau í þegar ég steiki kjúllan sleppi hér)

Aðferð við samsetningu salatsins:
1. Grænmeti skorið niður og sett í skál.
2. Kjúklingur skorinn í litla bita – snöggsteiktur á pönnu. Barbeque sósu hellt yfir (bara lítið) og látið malla í smá tíma.
3. Tortillas flögur muldar létt – settar yfir salatið.
4. Kjúklingurinn (volgur) og jarðarberin koma þar á eftir og sósan síðust.

Tortillas flögurnar, kjúklingurinn og jarðarberin eru sett yfir salatið rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Wednesday 26 November 2008

Fiskréttirnir frá Gústa og Björgu

Jæja þá koma loksins dýrindis fiskréttirnir!

Þorskur í kryddsmjöri

Hráefni
800-1000 gr. þorskbitar
250 gr. smjör (hægt að nota ólífuolíu í staðinn - Gústi gerði það)
1 stk chilli
1/2 búnt steinselja
1 msk. engifer, ferskt
3-4 hvítlauksgeirar
2 msk soyasósa (Gústi sleppti henni)
1 poki mozzarella, rifinn
salt og pipar eftir smekk

Aðferð
Smjörið brætt á pönnu, kryddjurtirnar saxaðar mjög smátt og bætt út í. Allt látið malla í smástund og bætið þá soyasósunni út í. Fiskurinn settur í eldfast mót, smjörblöndunni hellt yfir, rifinn ostur síðan yfir allt. Bakað í 180°C heitum ofni í ca 15-20. mín.

Grillaður lax með engifer, hvítlauk og kóríander

Hráefni
1 flak lax (Gústi notaði Þorsk og var rosalega gott)
2 msk. extra virgin ólífuolía
2 tsk. sítrónusafi
2 hvítlauksrif
5 cm. bútur af engifer
2 msk. saxaður ferskur kóríander
salt og pipar eftir smekk (sem minnst samt...)

Aðferð
Leggið fiskflakið í eldfast mót. Pressið hvítlaukkinn og saxið engiferið mjög smátt. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, kóríander, engifer og hvítlauk. Dreifið blöndunni yfir fiskflakið. Því næst kryddað með salti og pipar. Grillað í ofni í ca 10. mínútur ( fer eftir þykkt flaksins)....ATH! Gott er að hakka jurtirnar með töfrasprota eða í blandara!

Sjúklega góðir fiskréttir sem allir verða að smakka!! Verði ykkur að góðu

kveðja af efri hæðinni ;)

Sunday 5 October 2008

Ostasalatið góða ;)

Þetta salat klikkar ekki... Sjúklega gott með baquette brauði eða Ritzkexi!

2-3 msk. majones
1 dós sýrður rjómi

* Blanda þessu saman og krydda með smá paprikukryddi.

1 hvítlauksostur
1 mexicóostur
1 - 1 1/2 paprika rauð
slatti af vínberjum
smá blaðlaukur

* Skera allt niður og blanda saman. Hægt að skipta út ostunum í þá sem maður fílar best...t.d gott með Camerbert.

Tandoori kjúklingaréttur

Mín komment á þetta eru bleik, því ég breyti smá frá uppskriftinni :)

Fyrir 3-4
1 kjúklingur soðinn eða grillaður, skinnlaus (ég notaði nú bara bringur sem ég eldaði í ofninum)1/2 lítri af jógúrt saman við 2 msk vatn og blanda því saman við jógúrtið) (ath í upprunalegu uppskriftinni var rjómi svo ef þið viljið frekar svoleiðis þá notið þið hann) ég nota reyndar kókósmjólk!
100-200 gr mango chutney
50-75 gr möndluflögur
2-3 bananar
3 matskeiðar af Tandoori kryddi og 2 af karrí (miðað við fínmalaða, indverska kryddið frá Rajah sem fæst t.d. í Hagkaupum og fleiri stöðum)

Aðferð:
Allt kjöt rifið af kjúklingnum og sett í eldfast mót. Ég hef bringurnar bara heilar.
Bananarnir eru sneiddir niður og þeim raðað ofan á.
Jógúrtinni er hrært saman við mango chutneyið í meðalstórri skál.
Tandoorikryddið og karrí sett út í þannig að sósan verði ljósrauð. Þessu er svo hellt yfir kjúklinginn.Möndlunum dreift ofan á.
Hitað í u.þ.b. 10-20 mín í forhituðum ofni við 180-200°C. Það er mjög gott að hafa ferskt salat, grjón (hýðishrísgrjón eða bygggrjón) og heitt, gróft snittubrauð með þessum rétti.

Verði ykkur að góðu lömbin mín!!!

Sunday 3 August 2008

Kjúlli kjúlli kjúlli..... uppáhald okkar allra :D

Jæja stúlkur mínar...

Langaði að bæta inn eins og einum kjúlla rétti. Þessi er mjög auðveldur og að mínu mati mjöög góður líka = góð blanda ;)

En hér kemur uppskriftin......

Mango-kjúklingur:

5-6 bringur

salt/pipar

4 rif hvítlaukur

1 peli rjómi

½ krukka Mangochutney

1 msk karrí

Kjuklingurinn skorinn niður í litla bita, kryddaður með salt og pipar, steiktur á pönnu. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða steiktur er lauknum og öllu dótinu hellt út á og hrært saman. Látið malla í svona 15 mín. Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

Þessi verður reyndur í RBG eldhúsinu í september .... nammi namm

Monday 21 July 2008

Mexíkanskt lasanga

Mikið líst mér vel á þetta hjá Gyðu Mjöll.....vel gert! Því kemur fyrsta uppskrift síðunnar :o)

Lasanga Mexicana

Tortilla pönnukökur
1. dós salsa sósa
1 dolla Philadelphia ostur hreinn
4 kjúklingabringur
Fajitas kjúklingakrydd
Rifinn ostur

AÐFERÐ
Skerið kjúklingabringurnar niður í bita, steikið á pönnu og kryddið eftir smekk með Fajitas kryddinu. Þegar kjúllinn er orðinn steiktur þá hellið þið nánast heilli dós af salsasósu og 3/4 af ostinum út á pönnuna....ostur eftir smekk ;o)

Leggið Tortilla pönnukökur í eldfast mót, smellið "kjúlla blöndunni" yfir. Setjið aftur pönnuköku, kjúklingablöndu og endið á pönnuköku....flókið ekki satt hehe. Sem sagt: tortilla, kjulli, tortilla, kjulli og tortilla.

Smyrjið salsasósu yfir pönnukökurnar, og stráið rifnum osti yfir. Smellið inn í heitann ofn og hitið þar til osturinn er orðinn skemmtilega gylltur.

.... Berið fram með salati, tortilla flögum og sósum!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU ;o)