Monday 1 December 2008

Kjúklingasalatið góða...

Nei sko mín bara komin með aðgang...

Út af mikilli eftirspurn kemur hér kjúlla salatið góða..

Kjúklingasalat – einfalt og gott(fyrir 5-6)
6 litlar kjúklingabringur
Hunts barbequesósa
Krydd, hvítlaukssalt eða annað gott krydd ( nota yfirleitt, papríku krydd og season all og skelli svo 1 rifi af hvítlauk út í).

Salat:
Ca 1/2 salathaus
2 avocado (sleppi oft)
½ gúrka
1 box kirsuberjatómatar
1 box jarðarber (nota oft bara vínber í staðinn)
Fetaostur – tæpl. ein krukka
½ rauðlaukur – skorinn frekar smátt
50 g furuhnetur - ristaðar
Tortillas flögur (plain bragð) eða Dorritos, ca 1/3 úr poka

Sósa:
Olía – gott að nota olíuna af fetaostinum
Balsamic edik ( bara svona smá dass... rúmlega 1 tappi)
Sinnep – sterkt (svona smá spraut, 1/2 matsk)
Hlyn síróp- bara smá skvettu
2 hvítlauksrif – marin ( ég set þau í þegar ég steiki kjúllan sleppi hér)

Aðferð við samsetningu salatsins:
1. Grænmeti skorið niður og sett í skál.
2. Kjúklingur skorinn í litla bita – snöggsteiktur á pönnu. Barbeque sósu hellt yfir (bara lítið) og látið malla í smá tíma.
3. Tortillas flögur muldar létt – settar yfir salatið.
4. Kjúklingurinn (volgur) og jarðarberin koma þar á eftir og sósan síðust.

Tortillas flögurnar, kjúklingurinn og jarðarberin eru sett yfir salatið rétt áður en rétturinn er borinn fram.

2 comments:

Sella said...

NAMMI NAMM - hlakka til að búa til og fá mér kjúllasalatið góða ;)

Anonymous said...

Góður!!!

Gyða