Monday 1 December 2008

Jólaís...

Já vilduð þið ekki jólaísinn líka...

100 gr. sykur ( ég og Sella ákváðum að gera 50 gr sykur 50 gr púðursykur)
4 eggjarauður
1 egg
1 tsk vanillusykur
5 dl rjómi.
2 stór dæm.

Sykur, egg og vanillusykur hrærð vel saman... allt á blússandi ferð, þangað til að þetta verður rosa þykkt.
Þeyti svo rjóma í sér skál. Blanda þessu svo létt saman og passa að gera varlega. Svo set ég bara mulið dæmið varlega út í...

.. og passa svo að finna einhvern sem er til í að sleikja skálina í lokin.. því það borgar sig ekki að láta neitt fara til spillis.

Kjúklingasalatið góða...

Nei sko mín bara komin með aðgang...

Út af mikilli eftirspurn kemur hér kjúlla salatið góða..

Kjúklingasalat – einfalt og gott(fyrir 5-6)
6 litlar kjúklingabringur
Hunts barbequesósa
Krydd, hvítlaukssalt eða annað gott krydd ( nota yfirleitt, papríku krydd og season all og skelli svo 1 rifi af hvítlauk út í).

Salat:
Ca 1/2 salathaus
2 avocado (sleppi oft)
½ gúrka
1 box kirsuberjatómatar
1 box jarðarber (nota oft bara vínber í staðinn)
Fetaostur – tæpl. ein krukka
½ rauðlaukur – skorinn frekar smátt
50 g furuhnetur - ristaðar
Tortillas flögur (plain bragð) eða Dorritos, ca 1/3 úr poka

Sósa:
Olía – gott að nota olíuna af fetaostinum
Balsamic edik ( bara svona smá dass... rúmlega 1 tappi)
Sinnep – sterkt (svona smá spraut, 1/2 matsk)
Hlyn síróp- bara smá skvettu
2 hvítlauksrif – marin ( ég set þau í þegar ég steiki kjúllan sleppi hér)

Aðferð við samsetningu salatsins:
1. Grænmeti skorið niður og sett í skál.
2. Kjúklingur skorinn í litla bita – snöggsteiktur á pönnu. Barbeque sósu hellt yfir (bara lítið) og látið malla í smá tíma.
3. Tortillas flögur muldar létt – settar yfir salatið.
4. Kjúklingurinn (volgur) og jarðarberin koma þar á eftir og sósan síðust.

Tortillas flögurnar, kjúklingurinn og jarðarberin eru sett yfir salatið rétt áður en rétturinn er borinn fram.