Sunday 3 August 2008

Kjúlli kjúlli kjúlli..... uppáhald okkar allra :D

Jæja stúlkur mínar...

Langaði að bæta inn eins og einum kjúlla rétti. Þessi er mjög auðveldur og að mínu mati mjöög góður líka = góð blanda ;)

En hér kemur uppskriftin......

Mango-kjúklingur:

5-6 bringur

salt/pipar

4 rif hvítlaukur

1 peli rjómi

½ krukka Mangochutney

1 msk karrí

Kjuklingurinn skorinn niður í litla bita, kryddaður með salt og pipar, steiktur á pönnu. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða steiktur er lauknum og öllu dótinu hellt út á og hrært saman. Látið malla í svona 15 mín. Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

Þessi verður reyndur í RBG eldhúsinu í september .... nammi namm