Monday 21 July 2008

Mexíkanskt lasanga

Mikið líst mér vel á þetta hjá Gyðu Mjöll.....vel gert! Því kemur fyrsta uppskrift síðunnar :o)

Lasanga Mexicana

Tortilla pönnukökur
1. dós salsa sósa
1 dolla Philadelphia ostur hreinn
4 kjúklingabringur
Fajitas kjúklingakrydd
Rifinn ostur

AÐFERÐ
Skerið kjúklingabringurnar niður í bita, steikið á pönnu og kryddið eftir smekk með Fajitas kryddinu. Þegar kjúllinn er orðinn steiktur þá hellið þið nánast heilli dós af salsasósu og 3/4 af ostinum út á pönnuna....ostur eftir smekk ;o)

Leggið Tortilla pönnukökur í eldfast mót, smellið "kjúlla blöndunni" yfir. Setjið aftur pönnuköku, kjúklingablöndu og endið á pönnuköku....flókið ekki satt hehe. Sem sagt: tortilla, kjulli, tortilla, kjulli og tortilla.

Smyrjið salsasósu yfir pönnukökurnar, og stráið rifnum osti yfir. Smellið inn í heitann ofn og hitið þar til osturinn er orðinn skemmtilega gylltur.

.... Berið fram með salati, tortilla flögum og sósum!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU ;o)

Matgæðingar RBG 34

Kæru dömur og ábúendur RBG 34. Í tilefni þess að við munum deila eldhúsum á næstunni fannst mér upplagt að búa til síðu þar sem allir skella inn frábæru uppskriftunum sínum :)

Hlakka til að sjá, bragða á og finna ilminn af uppskeru þessarar síðu!