Monday 21 July 2008

Mexíkanskt lasanga

Mikið líst mér vel á þetta hjá Gyðu Mjöll.....vel gert! Því kemur fyrsta uppskrift síðunnar :o)

Lasanga Mexicana

Tortilla pönnukökur
1. dós salsa sósa
1 dolla Philadelphia ostur hreinn
4 kjúklingabringur
Fajitas kjúklingakrydd
Rifinn ostur

AÐFERÐ
Skerið kjúklingabringurnar niður í bita, steikið á pönnu og kryddið eftir smekk með Fajitas kryddinu. Þegar kjúllinn er orðinn steiktur þá hellið þið nánast heilli dós af salsasósu og 3/4 af ostinum út á pönnuna....ostur eftir smekk ;o)

Leggið Tortilla pönnukökur í eldfast mót, smellið "kjúlla blöndunni" yfir. Setjið aftur pönnuköku, kjúklingablöndu og endið á pönnuköku....flókið ekki satt hehe. Sem sagt: tortilla, kjulli, tortilla, kjulli og tortilla.

Smyrjið salsasósu yfir pönnukökurnar, og stráið rifnum osti yfir. Smellið inn í heitann ofn og hitið þar til osturinn er orðinn skemmtilega gylltur.

.... Berið fram með salati, tortilla flögum og sósum!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU ;o)

6 comments:

Anonymous said...

Húrra fyrir Sellu :)

Tóta said...

snilld stelpur!

En guacamole er nauðsynlegt með þessum dýrindisrétti :)

Anonymous said...

omg þið eruð svo duglegar, ég nebbla HATA að elda.... en ég ætla að reyna að láta það breytast og ég lofa að ég skal gera mitt besta á t.d. fullt af uppskriftarbókum. Nú er bara að dusta rykið af þeim :)

Telma said...

Ja hérna hér... líst mér á ykkur!!
Og já Sigga mín... við þurfum held ég allar að breytast í eldabuskur :D hehehe...
En hvernig fær mar aðgang til að setja inn uppskrift???

Anonymous said...

Búin að senda á gmailið þitt Telma mín :)

Telma said...

muchas gracias senjorita...
Verð að segja Gyða mín að þú ert alveg að standa þig baby!!! :D