Monday 1 December 2008

Jólaís...

Já vilduð þið ekki jólaísinn líka...

100 gr. sykur ( ég og Sella ákváðum að gera 50 gr sykur 50 gr púðursykur)
4 eggjarauður
1 egg
1 tsk vanillusykur
5 dl rjómi.
2 stór dæm.

Sykur, egg og vanillusykur hrærð vel saman... allt á blússandi ferð, þangað til að þetta verður rosa þykkt.
Þeyti svo rjóma í sér skál. Blanda þessu svo létt saman og passa að gera varlega. Svo set ég bara mulið dæmið varlega út í...

.. og passa svo að finna einhvern sem er til í að sleikja skálina í lokin.. því það borgar sig ekki að láta neitt fara til spillis.

3 comments:

Sella said...

Ég tek að mér að sleikja skálar og borða ísinn þegar hann er ready, frosinn og fínn ;)

Takk fyrir þetta Lil-Jo ;o)

Tóta said...

Snilld!

Gyða töffari said...

Hehehe gott að vita að það er einhver sem er til í að sleikja restarnar - held reyndar að það yrði aldrei vandamál á mínu heimili :)

Knús á ykkur