Jæja þá koma loksins dýrindis fiskréttirnir!
Þorskur í kryddsmjöri
Hráefni
800-1000 gr. þorskbitar
250 gr. smjör (hægt að nota ólífuolíu í staðinn - Gústi gerði það)
1 stk chilli
1/2 búnt steinselja
1 msk. engifer, ferskt
3-4 hvítlauksgeirar
2 msk soyasósa (Gústi sleppti henni)
1 poki mozzarella, rifinn
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Smjörið brætt á pönnu, kryddjurtirnar saxaðar mjög smátt og bætt út í. Allt látið malla í smástund og bætið þá soyasósunni út í. Fiskurinn settur í eldfast mót, smjörblöndunni hellt yfir, rifinn ostur síðan yfir allt. Bakað í 180°C heitum ofni í ca 15-20. mín.
Grillaður lax með engifer, hvítlauk og kóríander
Hráefni
1 flak lax (Gústi notaði Þorsk og var rosalega gott)
2 msk. extra virgin ólífuolía
2 tsk. sítrónusafi
2 hvítlauksrif
5 cm. bútur af engifer
2 msk. saxaður ferskur kóríander
salt og pipar eftir smekk (sem minnst samt...)
Aðferð
Leggið fiskflakið í eldfast mót. Pressið hvítlaukkinn og saxið engiferið mjög smátt. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, kóríander, engifer og hvítlauk. Dreifið blöndunni yfir fiskflakið. Því næst kryddað með salti og pipar. Grillað í ofni í ca 10. mínútur ( fer eftir þykkt flaksins)....ATH! Gott er að hakka jurtirnar með töfrasprota eða í blandara!
Sjúklega góðir fiskréttir sem allir verða að smakka!! Verði ykkur að góðu
kveðja af efri hæðinni ;)
Wednesday, 26 November 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment