Mín komment á þetta eru bleik, því ég breyti smá frá uppskriftinni :)
Fyrir 3-4
1 kjúklingur soðinn eða grillaður, skinnlaus (ég notaði nú bara bringur sem ég eldaði í ofninum)1/2 lítri af jógúrt saman við 2 msk vatn og blanda því saman við jógúrtið) (ath í upprunalegu uppskriftinni var rjómi svo ef þið viljið frekar svoleiðis þá notið þið hann) ég nota reyndar kókósmjólk!
100-200 gr mango chutney
50-75 gr möndluflögur
2-3 bananar
3 matskeiðar af Tandoori kryddi og 2 af karrí (miðað við fínmalaða, indverska kryddið frá Rajah sem fæst t.d. í Hagkaupum og fleiri stöðum)
Aðferð:
Allt kjöt rifið af kjúklingnum og sett í eldfast mót. Ég hef bringurnar bara heilar.
Bananarnir eru sneiddir niður og þeim raðað ofan á.
Jógúrtinni er hrært saman við mango chutneyið í meðalstórri skál.
Tandoorikryddið og karrí sett út í þannig að sósan verði ljósrauð. Þessu er svo hellt yfir kjúklinginn.Möndlunum dreift ofan á.
Hitað í u.þ.b. 10-20 mín í forhituðum ofni við 180-200°C. Það er mjög gott að hafa ferskt salat, grjón (hýðishrísgrjón eða bygggrjón) og heitt, gróft snittubrauð með þessum rétti.
Verði ykkur að góðu lömbin mín!!!
Sunday, 5 October 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Jæja, ég hafði það að koma með uppskriftina, ég vona að þið njótið. Já og líka þú Benný mín :)
Nammi namm mikið er ég fegin að hafa þetta hérna inni núna rosalega gott og maður á bókað eftir að gera þetta við tækifæri ;)
hver er nú hlutfallsóvissan í þessu hjá þér Gyða?
Post a Comment